Heilsuvera
Heilsuvera er samskiptagátt einstaklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Einstaklingar skrá sig inn á ,,mínar síður‘‘ og geta þar átt í öruggum samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk, endurnýjað lyf, bókað tíma og sótt upplýsingar um eigið heilsufar eða heilsufar barna sinna. Á heilsuvera.is má finna fræðsluefni um sjúkdóma, forvarnir og fyrirbyggjandi leiðir til heilbrigðara lífs.
Yfirsýn yfir eigin heilsu
Helix hefur þróað Heilsuveru sem veitir einstaklingum yfirsýn yfir eigin heilsu. Í Heilsuveru geta einstaklingar m.a. átt í samskiptum við starfsfólk á sinni heilsugæslustöð, séð yfirlit yfir lyfin sín og óskað eftir lyfjaendurnýjun, framkvæmt tímabókanir, skoðað innlagnir og komur á heilbrigðisstofnanir, tekið afstöðu til líffæragjafar og skoðað bólusetningar, allt á einum stað. Einnig geta foreldrar sýslað með fyrrgreind atriði fyrir börnin sín í Heilsuveru. Þá geta verðandi mæður haft yfirsýn yfir mælingar úr mæðravernd ásamt aðgangi að sónarmyndum og öðrum skjölum sem ljósmóðir hleður inn í sjúkraskrá.
Starfsfólk getur sent einstaklingum með öruggum hætti m.a. niðurstöður rannsókna, upplýsingar um fyrirhugaðar rannsóknir, fræðsluefni og fleira.
Spurningalistar, matslistar og heilsufarsmat
Nú er hægt að fá senda spurningalista, matslista og heilsufarsmat í Heilsuveru og einstaklingar svarað þeim á þeim tíma sem hentar. Svörin birtast heilbrigðisstarfsfólki í Sögu sjúkraskrá og hægt að vinna út frá niðurstöðum. Saga getur einnig unnið úr svörum og sent sjálfkrafa m.a. fræðsluefni til einstaklinga eftir því hverjar niðurstöðurnar eru.
Ef svör eru ekki innan marka þá fær heilbrigðisstarfsmaður skilaboð í gengum Sögu svo hægt sé að bregðast við.
Tengingar og Apis
Viltu tengjast?
Sjáðu nánari upplýsingar um tengingar við Sögu sjúkraskrá, Heklu heilbrigðisnet og önnur kerfi Helix.