Iðunn smáforrit
Iðunn smáforrit gerir þér kleift að skrá viðkvæm gögn beint í sjúkraskrá á öruggan hátt. Þetta eykur gæði þjónustu og stuðlar að betri yfirsýn yfir heilsufar skjólstæðinga.

Umsagnir um Iðunni
Skráning í rauntíma
Iðunn byggist upp á nokkrum einingum
- Almennar upplýsingar um íbúa
- Dagplan deildar
- Hjúkrunarferli
- Mælingar
- Snjókorn
- Framvindunótur
- Myndavél fyrir sáraeftirlit
- Ítarupplýsingar
Aðgengileg skráning
Starfsfólk hakar við í rauntíma þegar verkþættir hafa verið framkvæmdir. Einnig má m.a. skrá mælingar, vökvajafnvægi og sjá dagplan skjólstæðinga.

Áhættumat skjólstæðinga
Gott yfirlit yfir áhættumat skjólstæðinga. T.d. fyrir áhættu á þrýstingssári, byltuhættu, vannæringu, óráði og sjálfsbjargargetu.

Yfirlit persónuupplýsinga
Yfirlit yfir persónuupplýsingar skjólstæðinga. Hægt er að hringja beint í aðstandendur úr smáforritinu. Þægilegt aðgengi að snjókorni sem sýnir ofnæmi, smitgát, meðferðarstig og greiningar skjólstæðings.

Umfjallanir og skýrslur

,,Fækkuðu tímum í skriffinnsku um tugi klukkustunda á mánuði"
Viðtal við Henný Björk Birgisdóttur, hjúkrunarfræðing, sem gerði greiningu á því hvernig Iðunn hefur jákvæð áhrif á störf hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum.

Kostnaðarábatagreining við innleiðingu Iðunnar á landsvísu
Anna Björk Baldvinsdóttir greindi ábata af innleiðingu Iðunnar á hjúkrunarheimilum í BA ritgerð sinni í Hagfræði við Háskóla Íslands. Niðurstöðurnar voru afgerandi, hagnaður af því að innleiða snjalllausnina fyrir hjúkrunarheimili var talsverður.