Hópmynd af starfsfólki Helix

Vinnustaðurinn

Við erum Helix

Við byggjum á hugviti, drifin áfram af umhyggju fyrir manneskjunni og verkefninu með það markmið að hafa jákvæð áhrif á líf og starf fólks. Helix teymið hefur þá sameiginlegu sýn að vilja hafa jákvæð áhrif á líf einstaklinga í gegnum heilbrigðis-og velferðarkerfið með því að þróa byltingakenndar tæknilausnir sem straumlínulaga störf heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem veita velferðarþjónustu.

Vilt þú vera hluti af teyminu?

Leiðarljós Helix

HUGVIT

  • Við nýtum þekkingu okkar og reynslu til nýsköpunar

  • Við ígrundum allar hugmyndir af virðingu og jákvæðni („já og“ hugarfar)  

  • Við leysum vandamálin saman og drögum rétta aðila að borðinu 

  • Við vinnum með styrkleika hvers annars 

  • Við fáum innblástur úr hversdagsleikanum 

  • Við leitum leiða til að dýpka þekkingu okkar í þeim verkefnum sem við vinnum að hverju sinni 

UMHYGGJA

  • Við gerum ráð fyrir góðum ásetningi og berum virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum  

  • Við fögnum sigrum og skemmtum okkur saman 

  • Við sýnum viðskiptavinum virðingu og umhyggju  

  • Við höfum jákvæð áhrif á fólk í kringum okkur 

  • Við gefum hvort öðru uppbyggilega gagnrýni   

  • Við komum vel fram og sýnum umburðarlyndi  

  • Við erum jákvæð og hvetjandi 

ÁHRIF

  • Við treystum okkur til að ögra óbreyttu ástandi og prófa nýja hluti 

  • Við erum leiðtogar og látum að okkur kveða í samfélaginu  

  • Við erum leiðbeinandi og miðlum þekkingu okkar áfram  

  • Við setjum okkur í spor notenda og hlustum á þeirra þarfir 

  • Við þróum lausnir sem einfalda líf notenda og þeirra sem þau þjóna 

  • Við erum útsjónarsöm og lausnamiðuð  

Starfsfólk Helix gerast ofurhetjur á ofurhetjudögum Origo

Ofurhetjudagarnir eru ein af leiðum Origo til kynda undir sköpunargleði og nýsköpun innan fyrirtækisins. Allt starfsfólk Origo og dótturfélaga getur tekið þátt og það fær frelsi og tíma til að vinna að sínum eigin hugmyndum. Það myndast alltaf frábær stemmning í kringum ofurhetjudagana. Sumir starfsmenn leggja á sig að vinna allan sólarhringinn að hugmyndinni. Það er því mikill metnaður í gangi sem gerir þetta enn skemmtilegra.

Margar hugmyndir og lausnir hafa einmitt fæðst á ofurhetjudögum Origo í gegnum árin sem hafa orðið að nýjum vörum og komið viðskiptavinum okkar til góða með ýmsum hætti. Sigur í keppninni veitir vinningsliðinu montrétt og ofurhetjuskikkjuna sem er hinn eiginlegi farandbikar keppninnar ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar.

Helix

Viltu vita meira?

Hér getur þú lesið þér meira til um okkur og hugmyndafræði Helix.

Meira um Helix
Helix starfsfólk

Hafðu samband