Lyfjavísir
Lyfjavísir eykur öryggi og gæði í lyfjameðferð einstaklinga með því að veita aðgengi að uppflettingum milliverkana. Þannig auðveldar hann og flýtir fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks.

Upplýsingar um milliverkanir lyfja í gegnum Sögu sjúkraskrá
Lyfjavísir gerir notendum Sögu sjúkraskráar kleift að kanna milliverkanir lyfja þegar unnið er að lyfjameðferð einstaklinga. Milliverkanir lyfja geta komið fram þegar einstaklingur er á tveimur eða fleiri lyfjum á sama tíma og haft áhrif á virkni og öryggi lyfjagjafar.
Með Lyfjavísi er hægt að fá upplýsingar um milliverkanir á auðveldan og fljótlegan hátt með því að sækja lyfjalistann í miðlægt lyfjakort eða lyfjagagnagrunn landlæknis. Milliverkanir eru listaðar upp eftir áhættu og alvarleika.

Þjónusta
Þjónustuborð Helix
Hér má nálgast upplýsingar um þjónustuver, TeamViewer fjarhjálp og finna nýjustu útgáfuskjöl ásamt handbókum.
