Saga sjúkraskrá

Saga er útbreiddasta sjúkraskrárkerfi landsins með um 10.000 daglega notendur. Það er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum. Saga er einn af grunninnviðum heilbrigðiskerfisins sem hefur verið í stöðugri þróun síðustu 25 ár og er aðlagað að íslensku heilbrigðiskerfi. Saga er viðamikið kerfi sem samanstendur af 67 einingum.

Myndskreyting

Áhrif Sögu í tölum

2.000.000 tímabókana

á ári fara í gegnum Sögu.

52.000 uppflettingar

í gegnum samtengda sjúkraskrá á viku.

1.600 bréf og beiðnir

læknabréf, rannsóknarbeiðnir ofl sent á milli stofnanna á viku.

1.500 beiðnir

sendar rafrænt til sjúkratrygginga á viku.

Saga Sögu

Innviður í íslensku heilbrigðiskerfi

Hvernig hefur Saga sjúkraskrá byggst upp og af hverju eru tæknilegir innviðir heilbrigðiskerfisins eins og þeir eru í dag? Hvað gerist við innviði heilbrigðiskerfisins ef sæstrengur rofnar? Gunnar Ingi Widnes Friðriksson, Giffi, er tæknistjóri Helix. Hann sat undir svörum hjá Púlsinum og fór yfir sögu Sögu.

Sjúkrahús

Virkni í Sögu sjúkraskrá

  • Leguskráning
  • Meðferðarskráning
  • Íhlutaskráning
  • Lífsmörk og mælingar
  • Vökvajafnvægi
  • Útskriftaráætlun
  • Upplýsingaskrá sjúklings
  • Ofnæmis og aðvaranaskráning
  • Atvikaskráning
  • Forsíða sjúklings
  • Rafrænar tilkynningar um fæðingu
  • Dagplan deilda
  • Dagbók sjúklings
  • Fjölskyldutré og tengslakort
  • Aðstandendaskráning
  • Aðgangsstýringar
  • Samtenging grunna
  • Aðgangur að lyfjagagnagrunni
  • Rafræn bréf (lækna- og hjúkrunarbréf), beiðnir og svör

Örnámskeið

Viltu stytta tímann sem fer í skráningu?

Þjónustudeild Helix býður uppá námskeið fyrir notendur Sögu með það að markmiði að kenna betur á kerfið og stytta tímann sem heilbrigðisstarfsfólk eyðir í skráningu. Námskeiðin eru í hádeginu og í fjarfundarformi og efnistök sérsniðin að fagstéttum til að hámarka árangur.

Skoða örnámskeið
Hjúkrunarfræðingur situr við tölvu

Samræmd, örugg og ítarleg skráning

Saga gefur möguleika á samræmdri, öruggri og ítarlegri skráningu heilbrigðisgagna. Í Sögu eru skráðar upplýsingar um einstaklinga, heilsufarsleg vandamál þeirra og samskipti við heilbrigðisstarfsfólk.

Saga gefur góða yfirsýn yfir skráningu og vinnslu upplýsinga er varða heilsufar sjúklinga, rekstur stofnunarinnar, gæði og faglega starfsemi.

Læknir að skrá sig inn í sögukerfið

Ráðgjöf

Gæti Saga stutt þig í þinni starfsemi?

Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um Sögu sjúkraskrá smelltu hér.

Fá ráðgjöf
Ingi Rúnar Kristinsson Sölustjóri Helix

Eiginleikar í Sögu

Heilbrigðistölfræði

Þegar Embætti landlæknis óskar eftir upplýsingum um heilbrigðistölfræði eða vegna eftirlits liggja þær upplýsingar fyrir. Saga sendir gögn beint í bólusetningargrunn landlæknis og í Slysaskrá Íslands og skráningar um tilkynningarskylda sjúkdóma í viðeigandi grunn.

Tímabókanir og afgreiðsla

Í Sögu eru settar upp áætlanir um þjónustu, símatíma og móttöku. Viðskiptavinir geta pantað tíma eða bókað á vefnum og fengið SMS áminningu. Hægt er að fá yfirlit yfir komur og ónýtta tíma. Kerfið sækir uppfærða þjóðskrá daglega.

Reikningagerð og yfirlit

Í Sögu sjúkraskrá fer fram reikningagerð, uppgjör og yfirlit. Rafræn yfirlit sérfræðireikninga og efnisgjalda til Sjúkratrygginga Íslands.

Klínísk skráning

Hægt er að senda lyfseðla rafrænt í apótek, rafræn eyðublöð eins og læknabréf, tilvísanir, rannsóknarbeiðnir og niðurstöður rannsókna til annarra stofnanna. Í kerfinu eru ýmis sérhæfð eyðublöð fyrir t.d. augn-, barna-, bæklunar-, húðsjúkdóma- og kvensjúkdómalækna, auk fæðingartilkynninga, sykursýkisskrár, aðgerðarlýsingar og svæfingaskrár sem og öll nauðsynleg eyðublöð og vottorð Tryggingastofnunar, Sjúkratrygginga Íslands og Vinnumálastofnunar. Hægt er að tengja m.a. lífsmarkamæla og EKG tæki beint við Sögu og fara þá mælingar sjálfkrafa í sjúkraskrá.

Kóðunarkerfi

Öll kóðunarkerfi sem heilbrigðisstarfsfólki ber að nota samkvæmt tilmælum landlæknis eru aðgengileg í kerfinu, þ.e. ICD-10 sjúkdómsgreiningar, NCSP og NCSP+ aðgerðir og staðlaðar hjúkrunargreiningar og hjúkrunarmeðferðir. Að auki eru til staðar PHYSIO kóðar fyrir meðferðir sjúkraþjálfara og nokkur eldri kóðunarkerfi eru einnig aðgengileg sem byggð eru á eldri sjúkraskrárkerfum og/eða sérhæfðri upplýsingaflokkun.

Tenging við Heilsuveru

Heilsuvera er öruggt vefsvæði þar sem almenningur getur átt í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá, s.s. lyfseðla og bólusetningar. Samskiptin verða sjálfkrafa hluti af sjúkraskrá einstaklings.

Einstaklingur getur óskað eftir endurnýjun lyfseðla í gegnum Heilsuveru og bókað tíma hjá þeim stofnunum og læknum sem bjóða upp á það. Á einfaldan máta geta læknar endurnýjað og hafnað ósk um lyfjaendurnýjun í gegnum samskiptaborð Heilsuveru í Sögu.

Tengingar og APIs

Viltu tengjast?

Sjáðu nánari upplýsingar um tengingar við Sögu sjúkraskrá, önnur kerfi Helix og Heklu heilbrigðisnet.

Nánar um tengingar

Fáðu ráðgjöf frá sölufulltrúa