alt missing

19/06/2025

Blogg

Einar Geirsson ráðinn forstöðumaður nýsköpunar

Einar býr yfir víðtækri reynslu sem stjórnandi í vöruþróun og nýsköpun, með yfir áratuga reynslu af þróun á stafrænum lausnum á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur starfað bæði í Noregi og Svíþjóð, síðast hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Platform24. Þar gengdi hann stöðu forstöðumanns vöruþróunar, en Platform24 er eitt umsvifamesta heilbrigðistæknifyrirtæki Svíþjóðar. 

Einar er með M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur sérstakan áhuga á því hvernig markviss vörustefna og hraðvirk teymisvinna geta hjálpað fyrirtækjum að skapa virði fyrir viðskiptavini sína. 

Það er virkilega spennandi að flytja heim og hefja störf hjá Helix. Þar sé ég færi á að koma með þekkingu og reynslu að utan. Það er ekki síður spennandi að fá að taka þátt í uppbyggingu og framþróun á mikilvægum lausnum fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi

Einar Geirsson

Forstöðumaður nýsköpunar hjá Helix

Í starfi sínu hjá Helix mun Einar stýra nýsköpunarverkefnum Helix sem snúa að því að búa til lausnir sem styðja við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar.  

Við erum afar ánægð að fá Einar til liðs við Helix. Hann býr yfir dýrmætri reynslu af alþjóðlegri vöruþróun og nýsköpun. Reynslan sem hann kemur með erlendis frá og sýn hans á framtíð heilbrigðistækni eru í takt við metnaðarfull markmið Helix, að hanna lausnir þar sem einstaklingurinn er í forgrunni

Arna Harðardóttir

Forstjóri Helix

Deildu gleðinni