
28/09/2023
Blogg
Umbylting í starfsemi hjúkrunarheimila
Hrafnista fékk á dögunum 11 milljón króna styrk frá Fléttunni til innleiðingar á Iðunni smáforriti, sem þróað er af Helix í samstarfi við Hrafnistu. Með smáforritinu Iðunni getur starfsfólk í umönnun, faglært jafnt sem ófaglært, séð og skráð umönnunartengd verkefni í rauntíma í sjúkraskrá. Með því að auka aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum og skráningu dreifist álag á starfsfólk og yfirsýn yfir verkefnastöðu verður betri.
Launsin er þróuð af Helix í samstarfi við Hrafnistu, stærsta rekstraraðila hjúkrunarheimila á Íslandi. Mikilvæg er að hafa öflugan samastarfsaðila við þróum lausnarinnar, en Iðunn kemur til með að vera heildarlausn fyrir umönnun íbúa á hjúkrunarheimilum, bæði með rauntímaskráningu umönnunarstarfsfólk og einnig með yfirsýn yfir umönnun í rauntíma fyrir hjúkrunarfræðinga sem og aðra stjórnendur.

Hagræðing og hámarksnýting
Hjúkrunarfræðingur hefur hæsta menntunarstig starfsfólks á deildinni en lendir oft í hlutverki bæði ritara og upplýsingaveitu. Með Iðunni breytast áherslurnar og hjúkrunarfræðingur fær meira tækifæri til að sinna hjúkrun og stjórnun.
Upplýsingamiðlun milli vakta er einnig mun skilvirkari þar sem framvinda umönnunar íbúa er sýnilega í smáforritinu, þetta styður einnig við samfellu í umönnun sem styður við aukið öryggi íbúa.
Iðunn mun marka tímamót fyrir öll hjúkrunarheimili á Íslandi og vafalaust fleiri heilbrigðisstofnanir sem munu geta nýtt sér appið. Þetta er stórt framfaraskref fyrir öldrunarþjónustu á Íslandi sem við á Hrafnistu erum stolt af því að leiða.
Harpa Hrund Albertsdóttir
Hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á heilbrigðissviði.
Ófaglært starfsfólk í umönnun telur um 70% allra þeirra sem starfa á hjúkrunarheimilum. Með því að bæta aðgengi þeirra að rafrænni skráningu og upplýsingum, færa verkefni sem ekki krefjast fagmenntunar til ófaglærðra starfsmanna og koma í veg fyrir að verk séu tvíunnin, fæst talsverð hagræðing. Boðleiðir styttast, tími sparast, öryggi eykst með skýrari og aðgengilegri fyrirmælum, yfirsýn verður betri með skráningu verka í rauntíma og pappírsnotkun minnkar.
Þórólfur Ingi Þórsson
Vörustjóri Iðunnar

Auðveldari afgreiðsla atvika
Atvik sem kalla á að verkferlar séu raktir eru sjaldgæf en þegar þau gerast getur rakningin verið flókin og tímafrek ef leita þarf að miklum upplýsingum. Alvarleg atvik kalla á rannsóknir sem geta tekið fleiri hundruð vinnustunda við að leita að gögnum, finna upplýsingar sem ekki voru rétt skráðar og taka viðtöl við starfsfólk jafnvel löngu eftir að atvikið átti sér stað. Þetta er ekki bara kostnaðarsamt, slíkar rannsóknir geta haft veruleg áhrif á andrúmsloft innan hjúkrunarheimilis á meðan þær standa yfir.
Með því að hafa allar upplýsingar rafrænar fæst betri yfirsýn og verkefni verða skýrari, þannig verða minni líkur á misskilningi sem gæti leitt til atvika og öryggi íbúa verður meira. Komi til atviks er auðveldara að vinna úr því þegar allar upplýsingarnar eru ítarlega skráðar á einum stað og afgreiðsla þess tekur þar af leiðandi styttri tíma.
Þórólfur Ingi Þórsson
Vörustjóri Iðunnar
Deildu gleðinni