Nemahópurinn með Áslaugu Örnu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfsfólki Helix.

05/06/2024

Blogg

Samstarf háskóla og atvinnulífs mikilvægt fyrir nútímasamfélag

Öflugt samstarf atvinnulífs og háskóla er grunnstoð þess að undirbúa nemendur sem best fyrir vinnumarkaðinn að loknu námi. Slíkt samstarf stuðlar að því að nemendur fái raunverulega og hagnýta reynslu, sem er gott veganesti inn í farsæla framtíð á vinnumarkaði. Helix hélt lokahóf fyrir 12 háskólanema sem voru að ljúka starfsnámi hjá fyrirtækinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var gestur á viðburðinum og ávarpaði nemana þar sem hún talaði um mikilvægi þess að auka samvinnu milli háskólanna og atvinnulífsins.

Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

„Samvinna milli menntastofnana og atvinnulífs er lykillinn að því að tryggja að nemendur öðlist þá færni sem nauðsynleg er í nútímasamfélagi. Það gleður mig að sjá nemendur fá tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum og öðlast dýrmæta reynslu. Þessi reynsla mun ekki aðeins nýtast þeim í framtíðinni heldur einnig styrkja atvinnulífið og samfélagið í heild“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Tóku þátt í fjölbreyttum verkefnum

Starfsnemarnir komu úr tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði og stafrænni heilbrigðistækni við Háskólann í Reykjavík sem og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hjá Helix tóku þau þátt í fjölbreyttum verkefnum og á borð við: Uppfærsla á hugbúnaðarlausninni Deildarvaki, rannsókn og kostnaðarábatagreining á smáforritinu Iðunn og rannsókn á því hvort gervigreind geti nýst í Sögu sjúkraskrá.  

Nemar í tölvunnarfræði við HR kynna verkefni sitt: Uppfærsla á Deildarvaka.
Nemar í tölvunnarfræði við HR kynna verkefni sitt: Uppfærsla á Deildarvaka.

Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Helix segir að samstarf háskóla og atvinnulífs sé mikilvægt til að undirbúa nemendur fyrir vinnumarkaðinn að loknu námi. Hún segir að þróun í tæknigeiranum sé hröð og því nauðsynlegt sé að búa til þekkingarmenningu þar sem lykillinn að velgengni sé stöðugur lærdómur. 

Arna Harðardóttir framkvæmdastjóri Helix
Arna Harðardóttir framkvæmdastjóri Helix

„Samstarf við háskóla og menntastofnanir gegna stóru hlutverki í að byggja upp þessa menningu innan fyrirtækja. Þegar við fáum nemendur í starfsnám, þá erum við ekki aðeins að gefa þeim innsýn í atvinnulífið; við erum fá inn ferska strauma. Spurningar þeirra og hugmyndir ögra okkur til að hugsa hlutina upp á nýtt og kanna nýja möguleika.“

Arna Harðardóttir

Framkvæmdastjóri Helix

Þetta snýst nefnilega ekki ekki bara um að gefa þeim tækifæri til að læra; þetta snýst um að skapa menningu þar sem allir geta vaxið og dafnað.” Segir Arna og jafnframt að starfsnám veiti nemendum áþreyfanlega reynslu. “Nemarnir fá tækifæri til að nota það sem þau hafa lært í skóla, þróa faglega hæfni og byggja upp tengslanet sem mun þjóna þeim út ævina. Þessi reynsla er oft brúin milli náms og strarfsframa.”

Ingibjörg Lilja Þórisdóttir mannauðsstjóri Helix hélt ræðu um mikilvægi samvinnu háskóla og atvinnulífs.
Ingibjörg Lilja Þórisdóttir mannauðsstjóri Helix hélt ræðu um mikilvægi samvinnu háskóla og atvinnulífs.

 Anna Sigríður Islind, dósent í tölvunarfræði og forstöðukona meistaranáms í stafrænni heilbrigðistækni við Háskólann í Reykjavík, lýsti einnig ánægju sinni á starfsnáminu. „Starfsnám er stór hluti af meistaranáminu í stafrænni heilbrigðistækni og það hefur verið sérlega ánægjulegt hversu jákvæð og flott heilbrigðistæknifyrirtæki og stofnanir við eigum hér á Íslandi“, segir Anna Sigríður.  

Steinunn, Henný og Herdís nemar í stafrænni heilbrigðistækni.
Steinunn, Henný og Herdís nemar í stafrænni heilbrigðistækni.

Helix þakkar þeim öflugu nemum sem voru hjá fyrirtækinu síðustu mánuði og fyrir frábæra önn og kynningar á lokahófinu. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinnum.

Deildu gleðinni