Hjúkrunarfræðingur að nota app

05/03/2021

Blogg

Næstu skref í stafrænni heilbrigðisþjónustu að veruleika

Heilbrigðisþjónustan hefur farið í gegnum miklar breytingar með aukinni tækniþróun og möguleikum í fjarheilbrigðisþjónustu fer ört fjölgandi. Notkun Heilsuveru mun leika lykilhlutverk í áframhaldandi tæknivæðingu á heilbrigðisþjónustu.

Í þessum skrifum langar okkur að segja stuttlega frá nýrri lausn innan Heilsuveru sem er í þróun hjá heilbrigðislausnum Origo. Lausnin getur umbreytt því hvernig við sækjum heilbirgðisþjónustu á næstu árum.

Heilsuvera
Heilsuvera

Þessi nýja lausn innan Heilsuveru mun nýtast í að auka samskipti og þjónustu til einstaklinga sem eru í meðferð. Mikilvægt er að einstaklingar sem eru ekki í inniliggjandi meðferð, geti sótt sér alla þá þjónustu sem þeir þurfa með stafrænum hætti.

Nú þegar er þessi lausn í þróun með Krabbameinsdeild Landspítalans. Einstaklingar í meðferð geta séð yfirlit yfir sína meðferð, svarað spurningalistum um líðan sína, fengið fræðsluefni sent og átt í tíðari samskiptum við sitt heilbrigðisstarfsfólk.

Deildu gleðinni