
30/05/2023
Blogg
Öruggara lyfjaferli með Lyfjavaka
Í heimi þar sem lítil mistök geta haft stórar afleiðingar er mikið öryggi fólgið í því að hafa fyrirmæli eins skýr og kostur er á og rekjanleg til þeirra sem bæði gáfu þau og fylgdu þeim eftir.
Lyfjavaki er rafrænt skráningarkerfi á lyfjagjöfum skjólstæðinga heilbrigðisstofnana. Það er tengt við Sögu sjúkraskrá og sækir lyfjafyrirmælin beint í eMed lyfjafyrirmælakerfið. Í Lyfjavaka skráir starfsmaður tiltekt á lyfium ásamt lyfjagjöfinni og þar birtist yfirlit yfir allar lyfjagjafir á tiltekinni deild. Þannig er sýnilegt í kerfinu hvaða fyrirmælum hefur verið framfylgt og hver þeirra á eftir að afgreiða. Þetta auðveldar yfirsýn yfir hjúkrun og ummönnun fyrir alla sem koma að velferð skjólstæðinga.

Lokað lyfjaferli frá ávísun til lyfjagjafar
Í gegnum eMed eru lyfjafyrirmæli læknis gefin og lyfjarúllur pantaðar í gegnum apótek. Í framhaldinu tekur Lyfjavaki við þar sem lyfjagjafirnar eru staðfestar. Þannig fæst lokað og öruggt lyfjaferli frá því að lyfi er ávísað þar til skjólstæðingur fær það, allt skráð beint í sjúkraskrá skjólstæðings í Sögu. Lyfjavaki er einnig í formi smáforrits sem gerir það að verkum að starfsfólk getur skráð afstöðu lyfjagjafar og upplýsingarnar eru aðgengilegar í rauntíma.
Öruggt, gagnsætt og rekjanlegt
Lyfjamistök eru meðal algengustu mistaka í heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga getur verið í húfi. Það er því mikilvægt að nota allar bjargir sem í boði eru til að lágmarka líkur á mistökum.
Í stað þess að nota pappír sem getur týnst eða skemmst, treysta á að handskrift sé lesin rétt er mun öruggara að hafa rafræna skráningu þar sem ferlið er bæði rekjanlegt og gagnsætt.
Hanna Rut Sigurjónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur og Viðskiptastjóri Heilbrigðislausna Orgio

Höfundur bloggs
Hanna Rut Sigurjónsdóttir
Viðskiptastjóri hjá Helix
Deildu gleðinni