
10/11/2025
Blogg
Vaka gæti sparað yfir 500 milljónir króna við meðferð á sykursýki II
Í BS-ritgerð sinni frá Háskóla Íslands reiknaði Salvör Dalla Hjaltadóttir út að þjóðhagslegur sparnaður við innleiðingu Vöku fyrir meðferð sykursýki 2 gæti numið rúmlega500 milljónum króna yfir tíu ára tímabil.
Vaka er lausn frá Helix sem gerir meðferðaraðilum t.a.m. kleift að nýta tækni við eftirfylgni meðferðar, halda utan um hópmeðferðir, spurningalista og senda rafrænt fræðsluefni úr Sögu sjúkraskrá. Með Vöku getur heilbrigðisstarfsfólk fengið aðgang að svörum sjúklinga í rauntíma, með spurningalistum, sjálfvirkum áminningum og fræðsluefnum og getur flaggað svör sem gefa tilefni til aðgerða.
Í ritgerð sinni greinir Salvör frá því að sykursýki 2 hafi farið vaxandi í heiminum síðustu ár m.a. vegna aukinnar ofþyngdar og breyttrara aldurssamsetningar þjóða. Sjálfsumönnun er mikilvægur þáttur meðferðar við sykursýki 2 og fjöldi rannsókna hafa sýnt að með fjarmeðferðum einstaklinga með sykursýki 2 má bæði spara fjármagn og stuðla að betri líðan og heilsu einstaklinga með sjúkdóminn.
Salvör gerði kostnaðar- og nytjagreiningu til að meta hagkvæmni innleiðingar á Vöku út frá samfélagslegu sjónarhorni yfir tíu ára tímabil. Við útreikninga var meðal annars notast við gjaldskrá Landspítalans, laun hjúkrunarfræðinga, meðallaun á Íslandi, niðurstöður úr erlendum rannsóknum og handbækur frá Helix.
Þá voru gerðar næmisgreiningar til að skoða hvernig niðurstöðurnar breyttust eftir mismunandi forsendum, til dæmis afvöxtun, kostnaði, atvinnuþátttöku, fjölda einstaklinga með sykursýki af tegund 2 og tímanum sem fer í verkefni heilbrigðisstarfsfólks með og án Vöku.
Niðurstöður greiningarinnar sýndu fram á að heildarkostnaður innleiðingu á Vöku á allar heilsugæslustöðvar landsins fyrir meðferð við sykursýki 2 væri áætlaður um 95,6 milljónir króna. Þá næmi heildarsparnaðurinn sem kerfið gæti skapað um 602,6 milljónum króna. Nettó ábati af innleiðingunni er því um 507 milljónir króna. Þegar horft er til sparnaðar er meðal annars litið á fækkun fylgikvilla, minni fjarveru frá vinnu og einföldun á ferlum hjá heilsugæslum.
Á tíu árum getur innleiðing Vöku jafnframt skilað um 725 áunnum lífsgæðavegnum lífárum, sem þýðir að hún bætir bæði lífsgæði og sparar kostnað.
„Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að Vaka sé bæði hagkvæm og heilsueflandi lausn fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi,“
Salvör Dalla Hjaltadóttir
Deildu gleðinni