
26/06/2025
Blogg
Vallý Helgadóttir stýrir þjónustu og rekstri
Vallý býr yfir 25 ára reynslu við að þjónusta heilbrigðis-og lyfjafyrirtæki. Vallý hóf feril sinn í New York þar sem að hún vann á markaðs-og auglýsingastofum Publicis Health í fimm ár, einni stærstu markaðsstofu heims. Þegar Vallý flutti aftur heim til Íslands starfaði hún sem þjónustustjóri hjá Medis, systurfyrirtæki Actavis og þaðan til Distica þar sem að hún stýrði viðskiptaþjónustu félagsins í 10 ár. Vallý leiddi uppbyggingu þjónustusviðs Controlant frá 2018 og tók svo við sameinuðu rekstrarsviði félagsins árið 2022 sem framkvæmdarstjóri þjónustu og rekstrar. Síðustu mánuðina hjá félaginu stjórnaði Vallý verkefna-og kerfisstjóra teymum félagsins ásamt því að taka við stöðu gæðastjóra og atvikastjóra.
Ég er þakklát fyrir tækifærið að vera hluti af liðsheild Helix, en hjá félaginu starfar öflugur hópur starfsmanna sem öll leggja sitt af mörkum í þróun og þjónustu heilbrigðistæknilausna á íslenskum markaði. Það eru nægar áskoranir framundan og ég er full tilhlökkunar að takast á við þau verkefni með góðu fólki mér við hlið.
Vallý Helgadóttir
Forstöðumaður þjónustu og rekstrar hjá Helix
Vallý er með MPM frá HR og BSc Organizational Communication, Learning & Design frá Ithaca College í New York, Bandaríkjunum. Hún er einnig með diplóma gráður í Design Thinking frá MIT og Gæðastjórnun frá HÍ.
Þjónustudeild Helix gegnir lykilhlutverki í daglegum samskiptum við heilbrigðiskerfið og tryggir að lausnir okkar skili raunverulegu virði í notkun. Við erum því afar ánægð að fá Vallý til liðs við okkur á þessum mikilvæga vaxtartíma. Hún kemur með víðtæka og dýrmæta reynslu af þjónustustýringu og umbreytingum í tæknifyrirtækjum og mun leiða áfram faglegan og árangursdrifinn rekstur þjónustu Helix.
Arna Harðardóttir
Forstjóri Helix
Deildu gleðinni