background image
alt missing

03/04/2025

Viðburður

Örnámskeið í Sögu fyrir hjúkrunarnema

Þetta Örnámskeið í Sögu sjúkraskrá er sérsniðið fyrir hjúkrunarnema sem eru á leið á vinnumarkaðinn.

03/04/25 - 03/04/25

16:00 - 16:45

Teams | Fjarfundur

Farið verður yfir grunnatriði við skráningu í Sögu, bæði fyrir heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir.

Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.

Skráningu lýkur þann 3. apríl kl 12:00.

Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir

Þjónustusérfræðingur hjá Helix

Guðrún Sigríður, betur þekkt sem Gunna Sigga, hefur unnið með Sögu kerfið frá árinu 2008 en þá starfaði hún sem kerfisstjóri Sögu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Frá árinu 2014 hefur hún starfað hjá TM Software, Origo Heilbrigðislausnum og núna Helix við það að þjónusta alla notendur Sögu kerfisins á landinu. Gunna Sigga er menntaður kennari, frá Kennaraháskóla Íslands og með meistaragráðu í upplýsingatækni. Gunna Sigga uppgötvaði fljótt í starfi sínu á HSS að það sem notendur Sögukerfisins vantar er kennsla og réttar stillingar notanda í Sögu og því hóf hún fljótlega að kenna Sögunotendum HSS á kerfið. Gunna Sigga hefur mikla reynslu að því að vera í samskiptum við notendur Sögu og kenna þeim helstu notkunarmöguleika í flestum einingum Sögu. Hún skrifar líka vefhandbók Sögu og Sögustundirnar og þekkir því vel til flestra nýjunga í Sögu.