
16/02/2024
Blogg
Áskoranir hjúkrunarheimila leystar með tækni?
Mönnunarmálin og fjármagn eru meðal stærstu áskorana sem hjúkrunarheimili landsins standa frammi fyrir í dag. Helix stóð fyrir viðburði þar sem horft var til þess hvernig koma megi til móts við áskoranir hjúkrunarheimila með tækni. Þar tóku meðal annarra til máls Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar hjá Sóltúni heilsuseturs og Halldór Sigurður Guðmundsson dósent við félagsráðgjafadeild HÍ. Við ræddum stuttlega við þau eftir ráðstefnuna, viðtölin í heild má finna hér neðst á síðunni.
Tæknilausnir komi til móts við mönnunarvanda
Halldór hélt erindi um áskoranir hjúkrunarheimila þvert á Norðulöndin og stöðu Íslands samanborið við nágrannalöndin. Halldór á að baki margra ára starf í þágu aldraðra, meðal annars við rekstur hjúkrunarheimila. Einnnig hefur hann unnið að stefnumótun í málaflokknum á vettvangi sveitarfélaga og ríkisins. Hann ræddi mönnunarvanda og lagði áherslu á mikilvægi þess að nútímavæða umönnunarstörf til að skapa áhugaverðari starfsvettvang. Miklir möguleikar séu í velferðartækninni en Halldór leggur áherslu á mikilvægi samstillingar í innleiðingu.
Ingibjörg sagði frá opnun Sóltúns heilsuseturs sem er skammtímadvöl fyrir 67 ára og eldri. Ingibjörg telur einnig að ávinningur Sóltúns heilsuseturs af notkun tæknilausna sé að koma til móts við mönnunarvanda sem þau standa frammi fyrir. Betri tæknilausnir auðvelda störfin og þ.a.l. yrði þörf á færra starfsfólki.
Fjármagn áskorun
Ingibjörg nefnir jafnframt að stærsta áskorunin við tæknivæðingu hjúkrunarheimila felist í fjármagni til kaupa á þeim tækjum og forritum sem þarf að fjárfesta í til að fylgja tækniþróun samfélagsins. Ávinningurinn væri þó sá að með notkun á tæknilausnum væri hæglega hægt að koma til móts við þau mönnunarvandamál sem hjúkrunarheimili standa frammi fyrir.
Því meiri tæknilausnir og því meiri tæki og tók sem við höfum því mun auðveldari verða störfin og þeim mun færra starfsfók tel ég að við þyrftum.
Ingibjörg Eyþórsdóttir
Framkvæmdarstjóri hjúkrunar og rekstrar hjá Sóltúni heilbrigðisþjónustu.
Mikilvægt að nútímavæða umönnunarstörf
Tækifærin eru mikil í velferðartækni, segir Halldór, og nefnir að með tækninni megi leysa mikið af erfiðum málum í umönnunargeiranum. Heilt yfir séum við þó í góðum málum í samanburði við hin Norðurlöndin varðandi velferðartækni, við höfum góða innviði og erum með stefnumörkun sem við getum unnið eftir. Helsti veikleikinn sem við stæðum frammi fyrir væri helst sá að hér séu starfandi margir stakir einstaklingar og stofnanir, og þannig vanti uppá heildarmyndina og samhæfinguna. Jafnframt nefnir hann að verkefnin séu mörg áhugaverð en að það mætti vera skýrari sýn á hvernig hægt sé að hægt að samþætta gögn, því með hagræðingu gagna er betur hægt að vinna með þau og sjá hvað er að gerast í þeim þjónustuhluta sem unnið er með.
Við þurfum að gera umönnun og vinnu við umönnun að áhugaverðum starfsvettvangi og það verður ekki gert nema að nútímavæði hann.
Halldór Sigurður Guðmundsson
Dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands.
Með tæknilausnum má koma til móts við mönnunarvandamál sem hjúkrunarheimili standa frammi fyrir, segir Ingibjörg Eyþórsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar hjá Sóltúni heilsusetri.
Mikilvægt er að nútímavæði umönnnunarstörf, segir Halldór Sigurður Guðmundsson, Dósent við félagsráðgjafadeild HÍ.

Höfundur bloggs
Hanna Rut Sigurjónsdóttir
Viðskiptastjóri hjá Helix
Deildu gleðinni