Viltu læra betur á Sögu sjúkraskrá?

Örnámskeið 2025

Við höldum áfram með geysivinsælu örnámskeiðin á nýju ári. Örnámskeiðin eru stuttir fjarfundir sérsniðnir að mismunandi faghópum. Teknar eru fyrir ákveðnar einingar í Sögu sjúkraskrá og markmið námskeiðanna er að auka færni notenda við skráningu í Sögu og stytta þann tíma sem fer í skráningu. Námskeiðin eru án endurgjalds, en skráning er nauðsynleg.

Hjúkrunarfræðingur situr við tölvu

Vor 2025 | Yfirlit námskeiða

08/01/2025

Lykilatriði í Sögu sjúkraskrá

8.1.2025 | 12:00-12:45 | Fjarfundur

Það sem allir þurfa að kunna í Sögu. Á þessu örnámskeiði verður farið yfir helstu flýtileiðir í almennri notkun á Sögu. Meðal annars verður fjallað um hvernig er fljótlegast að skipta um einingar, aðgang að nýjungum og vefhandbók Sögu, sjúklingaval, sjúklingastikuna, snjókornið og sendingu skilaboða til einstaklinga í Heilsuveru. Námskeiðið er fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk sem notar Sögu og er um 20-25 mín. Í lok námskeiðs er boðið upp á opnar fyrirpurnir. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.

05/02/2025

Skráning heilbrigðisstarfsmann í Sögu | Fyrsta koma einstaklings

5.2.2025 | 12:00-12:45 | Fjarfundur

Skráning heilbrigðisstarfsmanns í Sögu - Fyrsta koma einstaklings. Á þessu örnámskeiði er fjallað um F8/Útfylling blaða virknina í Sögu, flýtiblöð, kaflaskiptingar blaða, flýtitexta, upplýsingar frá þriðja aðila, greiningar, úrlausnir, forsíðu sjúklings, miðlægt lyfjakort, skilaboð innan Sögu og hópa. Námskeiðið er fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk sem notar Sögu og er um 20-25 mín. Í lok námskeiðs er boðið upp á opnar fyrirpurnir. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.

12/03/2025

Skráning í Sögu vegna endurkomu og eftirfylgni einstaklings

Skráning í Sögu vegna endurkomu og eftirfylgni einstaklings. Á þessu örnámskeiði er fjallað um hvernig heilbrigðisstarfsmaður getur undirbúið sig fyrir komu einstaklings. Farið verður í Textasýn, Forsíðu sjúklings og Forsíðu starfsmanns. Námskeiðið er fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk sem notar Sögu og er um 20-25 mín. Í lok námskeiðs er boðið upp á opnar fyrirpurnir. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.

09/04/2025

Iðunn | Meðferð og ferlar

Meðferð og Iðunn. Á þessu örnámskeiði er fjallað um hvernig hjúkrunarfræðingar geta stillt upp Iðunnarferlum í einingunni Meðferð þannig að almennir notendur geta notað smáforritið Iðunn. Í framhaldi af því verður farið í notkun á smáforritinu Iðunn. Námskeiðið er fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk sem notar smáforritið Iðunn. Örnámskeiðið er um 20-25 mín og í lok námskeiðs er opið fyrir fyrirpurnir. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg. 

07/05/2025

Textasýn

Á þessu örnámskeiði verður kynning á nýrri útgáfu af textasýn. Einnig verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um textasýnina. Námskeiðið ætti að gangast öllum þeim sem vinna eitthvað með Textasýn í Sögu. Örnámskeiðið er um 20-25 mín og í lok námskeiðs er opið fyrir fyrirpurnir. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg. 

Kerfisstjórar

Kerfisumsjón og stillingar

Kerfisstjóranámskeið sem tekur 2 klst. Farið er yfir alla virkni sem kerfisstjórar þurfa að hafa þekkingu á til að vera kerfisstjórar á stofnun/stöð. 
Hafið samband, óskið eftir kerfisstjóranámskeiði og við stillum því upp með ykkur! 

Hafa samband