background image
alt missing

27/09/2023

Viðburður

Áskoranir hjúkrunarheimila leystar með tækni?

Morgunverðarfundur um áskoranir hjúkrunarheimila og hvað tæknilausnir geta gert fyrir starfsemina.

Það er uppbókað á viðburð

27/09/23 - 28/09/23

9:33 - 12:30

Gullteigur Grand Hóteli Reykjavík

Helix býður þér á morgunverðarfund þar sem umfjöllunarefnið verður starfsemi hjúkrunarheimila, þær áskoranir sem standa frammi fyrir þeim og hvernig við getum nýtt tæknina til að bæta hagkvæmni í rekstri og aukið öryggi í umönnun íbúa.

Morgunverður hefst klukkan 8:30 og fundur er settur klukkan 9:00.

Póstlisti

Það er fullt á þennan viðburð

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá fréttir af viðburðum sem eru á döfinni.

Skrá mig á póstlistann

Fjölbreytt og fræðandi erindi

Halldór Sigurður Guðmundsson

Dósent við Háskóla Íslands

Halldór fjallar um þá vegferð sem norræn hjúkrunarheimili eru á, hvað við getum lært og hvernig er hægt að nýta tæknina betur til að bregðast við áskorunum. Reynsla og þekking Halldórs er víðtæk en hann hefur starfað við öldrunarþjónustu, rekstur hjúkrunarheimila og íbúða og við félagsþjónustu sveitarfélaga í fjölda ára. Einnig hefur hann unnið að stefnumótun í málaflokknum á vettvangi sveitarfélaga og ríkisins ásamt því að hafa starfað í verkefna- og sérfræðingahópum hjá Norrænu Velferðarmiðstöðinni.

Harpa Hrund Albertsdóttir

Sérfræðingur öryggis- og gæðamála, Hrafnista

Innleiðing tæknilausna á hjúkrunarheimilum fela í sér áskoranir. Harpa Hrund hefur leitt innleiðingu á smáforritinu Iðunni á Hrafnistu og fjallar um markmið, tímalínu og ávinning. Harpa Hrund er hjúkrunarfræðingur og starfar sem sérfræðingur öryggis- og gæðamála hjá Hrafnistu.

Ingibjörg Eyþórsdóttir

Framkvæmdarstjóri hjúkrunar- og rekstrar, Sóltún heilbrigðisþjónusta

Nýjungar í heilbrigðisþjónustu kalla á nýjar tæknilausnir. Í erindinu er farið yfir hvernig tæknilausnir eru nýttar í nýjum úrræðum fyrir aldraða, áskoranir og þróun. Ingibjörg hefur vítæka reynslu úr heilbrigðisgeiranum, meðal annars af rekstri hjúkrunarheimila og hefur stýrt uppbyggingar- og þróunarverkefnum síðustu ár.

Þórólfur Ingi Þórsson

Vörustjóri hjá Helix

Hvert er hlutverk hugbúnarfyrirtækis í samstarfi við notendur tæknilausna í heilbrigðiskerfinu? Í erindi sínu mun Þórólfur segja frá því ásamt framtíðarsýn Helix í lausnum fyrir hjúkrunarheimili. Þórólfur hefur 20 ára reynslu í hugbúnaðartengdum störfum, aðallega að vinna með notendum, greina þarfir og þróa og innleiða hugbúnaðarlausnir. Hann hefur komið að mörgum fjölbreyttum verkefnum hjá Helix á síðustu fimm árum.

lele