24/04/2024
Viðburður
Miðlæg lyfjakort | Heilbrigðisgagnafræðingar og hjúkrunarfræðingar
Á þessu örnámskeiði er farið yfir helstu aðgerðir í Miðlægu lyfjakorti. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á hvernig best er að gera beiðnir um lyfjaendurnýjanir í Miðlægu lyfjakorti og hvernig á að stofna nýjar lyfjaávísanir, með það í huga að stytta skráningartíma notenda.
24/04/24 - 24/04/24
12:00 - 12:45
Teams - Fjarnámskeið
Við tökum einnig fyrir hvaða nýjungar eru framundan í Miðlægu lyfjakorti. Loks verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um Miðlægt lyfjakort.
MYNDBAND | ÖRNÁMSKEIÐ: SAGA SJÚKRASKRÁ
Miðlægt lyfjakort | Heilbrigðisgagnafræðingar og hjúkrunarfræðingar
Kennari
Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir
Þjónustusérfræðingur hjá Helix
Guðrún Sigríður, betur þekkt sem Gunna Sigga, hefur unnið með Sögu kerfið frá árinu 2008 en þá starfaði hún sem kerfisstjóri Sögu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Frá árinu 2014 hefur hún starfað hjá TM Software, Origo Heilbrigðislausnum og núna Helix við það að þjónusta alla notendur Sögu kerfisins á landinu. Gunna Sigga er menntaður kennari, frá Kennaraháskóla Íslands og með meistaragráðu í upplýsingatækni. Gunna Sigga uppgötvaði fljótt í starfi sínu á HSS að það sem notendur Sögukerfisins vantar er kennsla og réttar stillingar notanda í Sögu og því hóf hún fljótlega að kenna Sögunotendum HSS á kerfið. Gunna Sigga hefur mikla reynslu að því að vera í samskiptum við notendur Sögu og kenna þeim helstu notkunarmöguleika í flestum einingum Sögu. Hún skrifar líka vefhandbók Sögu og Sögustundirnar og þekkir því vel til flestra nýjunga í Sögu.