background image
alt missing

08/01/2026

Viðburður

Stafræn tímamót í heilbrigðistækni: Framtíð sem breytir leiknum

Við tökum á móti nýju ári með viðburði þar sem kafað verður í framtíð heilbrigðistækni með sérfræðingum frá Firely, KPMG og Helix, á tímum þar sem stórar og spennandi breytingar eru í deiglunni. Evrópskar reglugerðir og nýir staðlar ryðja sér rúms og væntingar til samfellu og gagnadrifinnar þjónustu aukast samhliða. 

08/01/26 - 08/01/26

16:00 - 18:30

Vox Club, Hotel Nordica

Við viljum deila með ykkur framtíðarsýn Helix, hvernig við erum að undirbúa okkur fyrir breytt landslag í heilbrigðistækni og hvað við höfum lært í ferlinu. Við fáum meðal annars innsýn frá sérfræðingum í Firely um þeirra reynslu á tengingum við OpenEHR og EHDS, KPMG kynnir stöðumat á Helix og heilbrigðistækniumhverfi dagsins í dag og við rýnum í framtíð Sögu m.a. sem styðjandi nýsköpunarplatform og öruggan innvið í heilbrigðiskerfinu. 

Fundarstjóri: Birna Rún Eiríksdóttir 

Hlökkum til að sjá ykkur og skála fyrir nýju ári og spennandi tækifærum! 🥂

Skráðu þig hér

Dagskrá

Stafræn tímamót í heilbrigðistækni: Framtíð sem breytir leiknum

KL 16:00

Opnun viðburðar

Arna Harðardóttir, forstjóri Helix

KL 16:05

Hver er núverandi og vænt framtíðarstaða Helix á umbreytingartímum?

 KPMG framkvæmdi stöðumat á Helix samhliða stefnumótunarvinnu félagsins. Tækniumhverfið er að breytast hratt m.a. með auknum kröfum til sjúkrakerfislausna samhliða innleiðingu EHDS evrópureglugerðarinnar. Farið verður yfir helstu niðurstöður stöðumatsins.

Helga Garðarsdóttir, KPMG

KL 16:20

Using FHIR to Build a Sustainable Health Ecosystem

Creating a national digital health infrastructure lays the foundation for better healthcare, and adopting standards is a crucial part of that journey. Martine Berden, incoming CEO of Firely, reflects on the emerging combination of openEHR and FHIR as a potential “happy couple”. She then focuses on FHIR, reviewing its global adoption, the role of compliance (including EHDS) and the importance of real-world use cases. She will conclude with key lessons for designing a sustainable digital health roadmap.

Martine Berden, Firely

KL 16:35

Nýr veruleiki heilbrigðisgagna: frá stofnunum til einstaklingsins

Heilbrigðiskerfi heimsins standa á tímamótum. Sjúkraskrár hafa lengi verið byggðar upp í lokuðum kerfum sem endurspegla stofnanir fremur en einstaklinga. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um framtíðarsýn Helix í ljósi European Health Data Space (EHDS), þar sem heilbrigðisgögn verða samtengjanleg og undir stjórn einstaklingsins sjálfs. Silva er svar við þessari þróun: skjólstæðingurinn er í miðjunni og tengdur við sitt umönnunarteymi í gegnum umhyggjugraf sem fylgir einstaklingnum þvert á kerfi og þjónustustig.

Einar Geirsson og Anna Hálfdánardóttir, Helix

KL 16:50

FHIR and openEHR in open data healthcare architectures

FHIR has become the de-facto standard for healthcare data exchange, but integrating FHIR into existing clinical data platforms is not just about exposing APIs. Clinical systems often rely on internal data models that differ significantly from FHIR resources, making consistent, guideline-compliant FHIR representations a real challenge. Without a robust mapping layer, this frequently leads to duplicated data stores or brittle, hard-to-maintain transformations. This session focuses on an approach that bridges internal clinical data models such as openEHR with FHIR in a clean and sustainable way. It highlights key aspects of both standards and demonstrates what kind of architecture this combination enables.

Gašper Andrejc

KL 17:05

Saga til framtíðar

Hvernig getur Saga haldið áfram að þróast sem burðarás í íslensku heilbrigðiskerfi?  Í ljósi umfjöllunar um opna staðla og nýjar nálganir hönnun í heilsulausna með einstaklinginn í forgrunni. Við sýnum hvernig Saga getur stutt þessa vegferð sem traustur og öruggur innviður. Við drögum upp framtíðarsýn þar sem Saga þróast í opinn og sveigjanlegan vettvang sem vinnur með nýsköpun, samþykktum stöðlum og metnaðarfullum hugmyndum til að styðja við áframhaldandi þróun heilbrigðiskerfisins.

Héðinn Jónsson, Helix

Veitingar og skál 🥂

Fyrirlesarar

Helga Garðarsdóttir

Sérfræðingur hjá KPMG

Helga starfar sem sérfræðingur hjá KPMG og hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum síðustu ár með áherslu á heilbrigðiskerfið. Helga starfar með Global Healthcare teymi KPMG og hefur unnið að verkefnum sem m.a. snúa að rekstrar- og þjónustumódelum í heilbrigðisrekstri, vinnuskipulagi heilbrigðisstarfsfólks og kostnaðar- og þarfagreiningum.

Martine Berden

CEO Firely

As CEO of Firely, Martine Berden leads the company’s mission to improve healthcare through better access to high-quality, interoperable data. A senior leader with extensive experience in financial services, fintech, and healthtech, she has built her career on translating market insight and real customer needs into impactful strategy. At Firely, Martine leads the company’s next phase of growth, advancing FHIR-based interoperability and scalable health data exchange. She also leads the Women for FHIR initiative, advancing female-focused technology solutions that address real-world gaps in healthcare data and delivery.

Anna Hálfdánardóttir

Gagnaverkfræðingur hjá Gangverk & Helix

Anna Hálfdánardóttir er gagnaverkfræðingur hjá Gangverk/Helix. Hún hefur fjölbreytta reynslu af því að hanna og byggja gagnadrifin kerfi, allt frá notkun gervigreindar í netöryggi til hugbúnaðargerðar og greiningartóla. Í dag beitir hún þessari reynslu til að byggja örugga og skilvirka gagnainnviði fyrir Silvu, nýrri lausn Helix, þar sem graf tækni er nýtt til að tengja flókin gögn á skiljanlegan og skilvirkan hátt. Anna brennur fyrir nýsköpun, gæðum gagna og því að breyta flóknum kröfum í skalanlegar og notendavænar lausnir.

Einar Geirsson

Forstöðumaður nýsköpunar hjá Helix

Einar er forstöðumaður nýsköpunar hjá Helix Health og verkfræðingur með áratuga reynslu af þróun á stafrænum vörum og tækni. Síðustu sex ár hefur hann starfað við heilbrigðistækni, þar sem hann hefur unnið á mörkum vöruþróunar, tækni og heilbrigðiskerfa. Hann starfaði áður í Svíþjóð sem forstöðumaður vöruþróunar hjá Platform24, einu stærsta patient engagement platformi á Norðurlöndum og leiðir nú nýsköpun hjá Helix.

Gašper Andrejc

FHIR Consultant

A healthcare interoperability specialist, health IT consultant, and dedicated advocate for digital healthcare standards. With over a decade of experience, he helps healthcare organizations streamline data exchange, optimize processes, and improve system interoperability. As a FHIR consultant at Firely, he supports health IT organizations in adopting FHIR and integrating it into existing workflows to achieve efficient and sustainable interoperability.

Héðinn Jónsson

Forstöðumaður þróunar hjá Helix

Héðinn Jónsson vinnur að þróun og innleiðingu heilbrigðistækni með það að markmiði að bæta þjónustu og nýta auðlindir skynsamlega. Hann brennur fyrir því að styrkja einstaklinga til að viðhalda færni í daglegu lífi þar sem hagkvæmni og notagildi ganga hönd í hönd við bætt lífsgæði. Héðinn er forstöðumaður þróunar hjá Helix. Hann er sjúkraþjálfari og heilsuhagfræðingur sem hefur unnið í 20 ár í heilbrigðistækni bæði hér heima og erlendis.

Birna Rún Eiríksdóttir

Fundarstjóri