Örnámskeið
Viltu læra betur á Sögu sjúkraskrá?
Í þessari örnámskeiðaröð bjóðum við upp á stutta fjarfundi sérsniðna að mismunandi faghópum, þar sem teknar eru fyrir ákveðnar einingar í Sögu sjúkraskrá. Markmið námskeiðanna er að auka færni notenda við skráningu í Sögu og stytta þann tíma sem fer í skráningu. Námskeiðin eru án endurgjalds, en skráning er nauðsynleg.
MARS - APRÍL
18/03/2024
Afgreiðsla | Móttökuritarar
18.3.2024 | kl. 12:00 – 12:45 | Fjarfundur
Á þessu örnámskeiði er fjallað um afgreiðslukerfið í Sögu og er hugsað fyrir móttökuritara en aðrar fagstéttir sem nota Afgreiðsluna eru líka velkomnar. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á flýtileiðir í Afgreiðslu með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Einnig verður fjallað um helstu aðgerðir í Afgreiðslunni í Sögu, t.d. tímabókanir og reikningagerð. Loks verður fjallað um þær fyrirspurnir sem þjónustudeild Helix fær oftast spurningar um. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
Viðburður er liðinn.
20/03/2024
Meðferðareining | Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
20.3.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu örnámskeiði er lögð áhersla á skráningu hjúkrunarfræðinga/sjúkraliða í Meðferðareiningu. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á flýtileiðir í Meðferð með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Fjallað er almennt um skráningu á hjúkrunargreiningum, framvindunótum og verkþáttum. Einnig verður farið stuttlega í skráningu í Upplýsingaskrá og Útskriftaráætlun. Loks verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um Meðferðareininguna. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
Viðburður er liðinn.
03/04/2024
Íhlutir, Mælingar og Dagplan | Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
3.4.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu örnámskeiði er almenn kynning á einingunum Íhlutir, Mælingar og Dagplan deildar. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á flýtileiðir í þessum einingum með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Einblínt er á skráningu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða en aðrar fagstéttir sem nota þessar einingar eru velkomnar. Loks verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um þessar einingar.
Viðburður er liðinn
APRÍL - MAÍ
17/04/2024
Miðlæg lyfjakort | Læknar
17.4.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu örnámskeiði er farið yfir helstu aðgerðir í Miðlægu lyfjakorti. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á flýtileiðir í Miðlægu lyfjakorti með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Við tökum einnig fyrir hvaða nýjungar eru framundan í Miðægu lyfjakorti. Loks verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um Miðlægt lyfjakort. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
24/04/2024
Miðlæg lyfjakort | Heilbrigðisgagnafræðingar og hjúkrunarfræðingar
24.4.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu örnámskeiði er farið yfir helstu aðgerðir í Miðlægu lyfjakorti. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á hvernig best er að gera beiðnir um lyfjaendurnýjanir í Miðlægu lyfjakorti og hvernig á að stofna nýjar lyfjaávísanir, með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Við tökum einnig fyrir hvaða nýjungar eru framundan í Miðægu lyfjakorti. Loks verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um Miðlægt lyfjakort. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
15/05/2024
Skráning í Sögu | Heilsugæslulæknar
15.5.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu örnámskeiði er fjallað um helstu skráningarleiðir lækna á heilsugæslu í Sögu. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á ýmsar flýtileiðir í skráningu í Sögu með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Unnið verður með eyðublöð, F8/Útfylling blaða, Flýtitexta, Forsíða starfsmanns, Skilaboð, Vinnulisti og Rafræn skeyti. Loks verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær frá heilsugæslulæknum. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
MAÍ - SEPTEMBER
22/05/2024
Skráning í Sögu | Sérgreinalæknar
22.5.2024 | 12:00-12:30 | Fjarfundur
Á þessu örnámskeiði er fjallað um helstu skráningarleiðir sérgreinalækna í Sögu. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á ýmsar flýtileiðir í skráningu í Sögu með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Unnið með eyðublöð, F8/Útfylling blaða, Flýtitexta, Forsíða starfsmanns, Skilaboð, Vinnulisti, Rafræn skeyti og sendingu á XML skjali til SÍ. Loks verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær frá sérgreinalæknum. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
18/09/2024
Heimahjúkrunarumsjón | Deildar- og teymisstjórar í heimahjúkrun
18.9.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu námskeiði er fjallað um skráningu í heimahjúkrunarumsjón. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á ýmsar flýtileiðir í skráningu í Heimahjúkrunarumsjón með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Einnig verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um skráningu í heimahjúkrunarumsjón. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
25/09/2024
Heimahjúkrun | Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar í heimahjúkrun
25.9.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu námskeiði er fjallað um skráningu í Meðferð - Heimahjúkrun. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á ýmsar flýtileiðir í skráningu í Heimahjúkrun með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Einnig verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um skráningu í heimahjúkrun í Sögu. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
OKTÓBER
02/10/2024
Mæðraskrá | Ljósmæður á heilsugæslum
2.10.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu örnámskeiði er fjallað um almenna skráningu í meðgönguhluta Mæðraskrárinnar. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á ýmsar flýtileiðir í skráningu í Mæðraskrá með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Einnig verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um skráningu í meðgönguhluta mæðraskrárinnar. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
09/10/2024
Mæðraskrá | Ljósmæður á fæðingardeildum
9.10.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu örnámskeiði er fjallað um almenna skráningu í Fæðingarhluta Mæðraskrárinnar. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á ýmsar flýtileiðir í skráningu í Mæðraskrá með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Einnig verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um skráningu í fæðingarhluta mæðraskrárinnar. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
16/10/2024
Lyfjavaki - eMed | Hjúkrunarfræðingar sem nota Lyfjavaka
16.10.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu námskeiði er fjallað um almenna skráningu í Lyfjavaka. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á ýmsar flýtileiðir í skráningu í Lyfjavaka með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Einnig verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um skráningu í Lyfjavaka. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
NÓVEMBER - DESEMBER
13/11/2024
Forsíða starfsmanns | Allir
13.11.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu námskeiði er fjallað um almenna skráningu í Forsíðu starfsmanns. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á ýmsar flýtileiðir í skráningu í Forsíðu starfsmanns með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Einnig verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um skráningu í Forsíðu starfsmanns. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
11/12/2024
Hópaumsjón, rafrænir spurningalistar og fræðsluefni.
11.12.2024 | 12:00-12:45 | Fjarfundur
Á þessu námskeiði er fjallað um almenna virkni í Vöku, lausn sem gerir starfsfólki ma.a. kleift að halda utan um hópa í Sögu og senda spurningalista og fræðsluefni rafrænt. Markmiðið með þessu námskeiði er að kenna notendum á ýmsar flýtileiðir í skráningu á lausninni með það í huga að stytta skráningartíma notenda. Einnig verða teknar fyrir algengustu spurningar sem þjónustudeild Helix fær um skráningu í Vöku. Námskeiðið er endurgjaldslaust en skráning er nauðsynleg.
Kerfisstjórar
Kerfisumsjón og stillingar
Kerfisstjóranámskeið sem tekur 2 klst. Farið er yfir alla virkni sem kerfisstjórar þurfa að hafa þekkingu á til að vera kerfisstjórar á stofnun/stöð.
Hafið samband, óskið eftir kerfisstjóranámskeiði og við stillum því upp með ykkur!